Velkomin á ráðningavef Reykjanesbæjar

  Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.


  Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.


  Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.


  Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.


Starfsmannastefna

Öll laus störf hjá Reykjanesbæ eru auglýst til umsóknar nema þegar um er að ræða tímabundnar ráðningar eða tilfærslu á milli sambærilegra starfa. Jafnræðis er gætt í ráðningarferlinu og ráðning byggist á hæfni umsækjanda til að sinna starfinu í samræmi við þær kröfur sem settar eru fram í auglýsingu. Við ráðningar er ávallt höfð hliðsjón af jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar. Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur fólks sem tekst á degi hverjum við krefjandi verkefni í þágu allra bæjarbúa.

right content
 • Störf í boði
  • Grunnskólar
   • Engin laus störf

  • Leikskólar
   • Engin laus störf

  • Málefni fatlaðs fólks
   • Engin laus störf

  • Fræðslusvið
   • Engin laus störf

  • Velferðarsvið
   • Engin laus störf

  • Liðveisla
   • Engin laus störf